Veiðarfæri, fjármögnun ofl.

Á morgun er flug til Hamborgar en þar mun Finnur Torfi sækja mig og Róbert á Fiat i „skóstærðarflokki“ eins og hann hefur lýst sjálfur bifreiðinni. Benedikt, sem er staddur i Berlin mun hins vegar taka lest til Flensborgar og verður kippt upp þar. Það er búið að pakka þvi nauðsynlegasta en eitthvað verður að versla þarna úti i búnaði þar sem það kemst ekki i töskur.

Eg hafði haft samband við Þýska tollin (zoll) og spurði hvort það væri i lagi að taka með sér veiðarfæri inn i landið. Það er i lagi. Við tökum þvi með okkur veiðihjól og eithvað lokkandi og hættulegt fiskum til að draga á eftir Hinriki hinum þriðja.  

Spáin er hagstæð fyrstu daganna meðan við siglum frá Grásteini norður Kattegat, 20 til 26 gráður. Kólnar svo. Vindur eitthvað 10 til 15 ms fyrstu tvo sólarhringa i siglingu en gæti svo farið upp i 20 til 30 ms a móti þegar við sveigjum til vesturs við Skagerak og inn norðursjóinn. Þetta er annars nokkuð drjúgur spotti eða um 250 sjómílur. En tökum stöðuna áður en af þvi kemur. Það verður stoppað á leiðinni. Okkur liggur ekki svo á.

Fjármögnun

Eins og liklega á flestum heimilum landsins er ílát undir smápeninga sem hafa safnast í ferðalögum gegnum árin auk innlends gjaldmiðils(afgangur öðru nafni). Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar,sótti krukkuna og fór að raða og telja. Skil aðdráttaraflið og áhuga Jóakims Aðalandar nú mun betur (þeir sem þekkja ekki til Jóakims geta lesið sig til um lifshlaup hans og ættfræði hér https://www.andeby.dk/artikler/joakim-von-and/ ).

Mikið af þessu eru íslenskar krónur og aurar sem er búið að  úrelda.  Eins lírur, frankar, pesetar og gömul pund sem ekki eru lengur gjaldgeng (UK tók út 1.punda mynnt úr umferð 2017 þvi þeir töldu 25% hennar vera fölsuð) og fleiri myntir frá löndum sem ég hef aldrei ferðast til. Eftir stóðu um 15 evrur og mest í centum, rúmlega 6 pund og 50 Dkr. Í stað þess að grútast á þessu og eyðileggja vasa tek ég þetta með í flugvél Icelandair. Þar er umslag í sætisvösum fyrir erlenda smámynnt og mun koma að betri notum en að verða að engu í krukkunni heima.  Ætla þó að halda eftir tveimur pundum í sturtusjálfsalann í bátaklúbbi Leirvíkur í Hjaltlandi, detti maður þar inn. Ætli einhver hafa reiknað út almenna kaupmáttarrýrnun vegna krukkupeninga?  Væri forvitnilegt að vita.

Póe

Eftir
Fyrir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s