Siglingafræði grunnur

Nauðsynlegt er að þekkja hugtökin

  • Lengdar- og breiddargráður
  • Rétt stefna,misvísun, segulstefna,segulskekkja og kompásstefna
  • Segulnorður og norður

Hvað eru lengdar- og breiddargráður

Staðsetning skips er venjulega gefin upp  með breidd og lengd. Skúta sem væri t.d. staðsett við Brokeyjarbryggju í Reykjavíkurhöfn (við Hörpu) hefði staðsetninguna 64.09.06 norður (breiddargráðan) og 021 55.95 vestur (lengdargráðan). Værum við að sigla og í sambandi við vaktstöð siglinga til að hafa vakandi auga með okkur (venjulega gefin upp staðsetning á 3 klst fresti) þá myndum við kalla þá upp á rás 9 með vhf talstöðinni og gefa upp staðsetningu á sama formi og að ofan.

staðset

Lengdargráður.  Eins og fram kemur á Wikipedia lýsir lengdargráða staðsetningu á jörðinni austan eða vestan við núllbaug. Lengdargráðu er skipt upp í 60 mínútur sem hver um sig skiptist í 60 sekúndur. Mismunandi er hvað langt er á milli lengdargráða (ólíkt breiddargráðum þar sem bilið er nánast það sama). Við sjáum það nokkuð vel á myndinni hérna fyrir neðan þ.e. lengst er á milli við miðbaug en minnst eð 0 við pólinn.

lengddar

(mynd tekin af wikipedia)

Breiddargráða. Eins og fram kemur á wikipedia lýsir breiddargráða staðsetningu á jörðinni norðan eða sunnan miðbaugs. Hverri breiddargráðu er skipt í 60 mínútur sem hver um sig er skipt í 60 sekúndur. Breiddargráða er alltaf u.þ.b 111 km að stærð en eins og áður sagði er lengdrargráðan breytileg eða frá 0 til 111 km.

Fjarlægðir, tími og sjókort

Þegar við fáumst við siglingafræði og ræðum fjarlægðir þá tölum við alltaf í sjómílum. Frá miðbaug og að heimkynnum jólasveinsins á norðurpólnum eru 90° en hver gráða skiptist í 60 breiddarmínútur. Ein breiddarmínúta er jafnt og 1 sjómíla (1852 metrar). Á milli breiddarbauga er alltaf sama vegalengdin en á milli lengdarbauga er hún ekki hin sama..Vegalengdir í korti mælum við því alltaf frá hlið kortsins þ.e. út frá breiddarbaug en komum betur af því seinna.

breidd og lengd

(mynd tekin af vef Vísindavefsins)

Að reikna út stefnu

Segulnorður, þar sem kompásinn bendir ef ekkert er að trufla, breytilegt  (norður Kanada um þessar mundir en færist víst óvenjuhratt austur og óvíst hvar er þegar þetta er lesið)

Norður, eða rétt norður. Stefna á þennan punk á hvirfli jarðarinnar á norðurskauti sem pólfarar stinga niður fána.

Hvað er rétt stefna(T)? Miðun út frá þessum áðurnefnda punkti (hvirfli) á norðurskauti

Hvað er misvísun.(V) Hornið (fjarlægðin) þ.e.gráðurnar á milli segulnorðurs og rétts norðurs

Hvað er segulstefna (M) Áttin sem kompáss myndi benda á væri engin truflandi áhrif frá skipinu sjálfu

Hvað er segulskeggja(D) Skekkja í kompáss vegna áhrifa skipsins sjálfs

Hvað er kompássstefna(C) Stefnan sem siglt er eftir kompáss, eftir að búið er að gera ráð fyrir misvísun og segulskeggju þannig að þú sért að sigla rétta stefnu

Höfum í huga að hér við Ísland erum við alltaf að fást við vestlæga misvísun (prófið að smella á hlekkinn og skoða). Því skulum við einbeita okkur að því.

þegar færa skal rétta stefnu út úr korti yfir í kompáss þá leggjum við vestlæga misvísun (+) við réttu stefnuna en ef við værum á slóðun austlægrar misvísunar værum við að draga frá (-). Þetta á einnig við segulskekkjuna þ.e. veslæg + en austlæg –

Framhald vonandi síðar