Vindstyrkur og Beaufort kvarðinn

Á wilkipedia vefnum ser er hafsjór upplýsinga um allt og ekkert, stendur um Beaufort vindstigakvarðann „Beaufort-kvarðinn eða vindstigakvarðinn er mælikvarði á vindstyrk þar sem vindhraði er flokkaður í 12 vindstig. Kvarðinn var hannaður árið1806 af Francis Beaufort,breskumsjóliðsforingja og vindstigin voru skilgreind út frá sjólagi. Upprunalegi kvarðinn miðaðist ekki við vindhraða heldur aðstæður á sjó miðað við seglskútur, allt frá „rétt nægilegt til að stýra“ að ekkert segl getur staðist ( http://is.wikipedia.org/wiki/Beaufort-kvar%C3%B0inn)

Hér er tafla sem lýsir þessum kvarða með hnútum og m/sek og til gamans þrátt fyrir að flestir séu komnir með rúllufokkur þá er stillt upp seglabúnaði á þekktum litlum hafsiglara (Albin Vega 27 ft.) m.t.t. vindstyrks.

Heiti

Lýsing (á heimasíðu Wikipedia er þetta myndrænt)

Meðalvindhraðim/shnútarSegl á Albin Vega m.v. vinstyrk
LognLygnt<0,20Aðalsegl + létt genúa
AndvariGárur0,3-1,51-3   “       + létt genúa
KulLitlar smáöldur1,6-3,34-6   “       + létt genúa
GolaStórar smáöldur3,4-5,47-10   “       + létt genúa
StinningsgolaLitlar öldur5,5-7,911-16“  + standard  genúa
KaldiMiðlungsstórar langar öldur. Dálítið löður og úði8,0-10,717-21“  rifað + standard  genúa
StinningskaldiStórar hvítfyssandi öldur og úði10,8-13,822-27“   meira rifað + standard  genúa eða fokka 1
Allhvass vindurSjór hrannast upp og löðrið myndar rákir13,9-17,128-33“   meira rifað + fokka nr. 2
HvassviðriNokkuð háar hvítfyssandi öldur og særok. Löðurrákir.17,2-20,733-40“  rifað eins og hægt er + fokka nr. 2
StormurHáar öldur með þéttu löðri. Ölduhryggir hvolfast. Mikið særok.20,8-24,441-47“  rifað eins og hægt er + rifuð fokka nr. 2
RokMjög háar öldur. Yfirborð sjávar er hvítt og haugasjór. Skyggni minnkar.24,5-28,448-55Ekkert aðalsegl + rifuð fokka nr. 2
OfsaveðurGríðarlega stórar öldur28,5-32,656-63(Mamma,ég vil fá bangsann minn !)
FárviðriRisaöldur. Loftið fyllist af löðri og úða. Hafið er alveg hvítt. Mjög lítið skyggni>32,7>63 „ RIP“