Skemmtibátaréttindi á Íslandi lög og reglugerðir.

Þegar fólk talar um hvað við höfum mikið frelsi hér á Íslandi þá glotti ég gjarna aðeins út í annað. Vissulega höfum við það að meðallagi ágætt og meira og betur en margur og landið er fallegt og fólkið líka og gott.  En hversu langt nær frelsið?  Ég held þegar við förum að skoða allt þetta frelsi sem við höfum þá sé það kannski ekki eins mikið og ætla mætti. Forræðishyggjan hér á landi er í það mesta að mínu viti og engin leið til að sleppa út af leikskólagarðinum. En nú er ég farin að rausa. Ég tel sem sagt að það megi létta  á reglum kringum skemmtibáta og þessi skrif tengjast því. Eg ætla að byrja á að setja niður á blað, lýsa og bera saman milli nágrannalanda okkar þær reglur sem gilda um stjórn skemmtibáta.  Fyrst mun ég gera grein fyrir ICC réttindum sem Íslensk yfirvöld hafa kosið að sé grundvöllur fyrir að mega duggast á skemmtibát yfir 6 metra. Ég mun geta heimilda að mestu leiti þó ég nenni ekki akademískri ritgerð um efnið . Verður þó þannig að þeir sem hafa áhuga geti skoðað og sannreynt. Mikið af þessu eru  beinar þýðingar og endursagnir. Ég reyni að stytta textann eins og hægt er án þess að hann tapi merkingu sinni. Ég vil biðja þá sem lesa að sjái þeir eitthvað sem betur mætti fara eða er missagt að láta mig vita svo ég geti leiðrétt. Það má svo ekki nota þennan texta án míns samþykkis því þá vildi ég lesa betur yfir bæði málfar og stafsetningu. Þetta kemur allt til að  taka breytingum frá degi til dags.

En byrjum á staðreyndum og byrjum hér heima. Eftirfarandi eru skilyrði fyrir stjórnun skemmtibáta yfir 6 metrum á Íslandi.

Um skírteini til skipstjórnar skemmtibáta fer eftir 7. gr. laga nr. 30/2007.

ICC skírteini eru útgefin af Siglingastofnun Íslands (ath. stendur í lögum en er nú Samgöngustofa), Farið er eftir reglum sem gilda um alþjóðleg skemmtibátaskírteini (ICC-skírteini). Einungis handhafi ofangreinds skírteinis má stjórna skemmtibát 6 -24 metrar. Sérstaklega er gerið um hvort er um að ræða vélbát eð seglbát í skirteini. Skírteinin eru gefin út fyrir eftirfarandi farsvið

  1. Strandsigling og sigling á takmörkuðu farsviði
  2. Sigling á ám, vötnum og vatnaleiðum innan Evrópu.
  3. Ótakmarkað farsvið, þ.e. úthafssiglingar.

Til að öðlast skemmtibátaskírteini skal umsækjandi m.a. að hafa náð 16 ára aldri og staðist bóklegt og verklegt próf til mismunandi gerða skemmtibáta og farsviða.

——-

Þá er eðilegt að við skoðum næst hvað þessi ICC skírteini eru, hvaðan þau koma, hvers vegna þau urðu til  og hversu víðtæk þau eru.

 NÆSTA SÍÐA

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s